Svona færðu heilbrigt hár Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2013 09:30 Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira