Svona færðu heilbrigt hár Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2013 09:30 Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir. Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir.
Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira