Svona færðu heilbrigt hár Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2013 09:30 Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir. Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir.
Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira