Innlent

Maðurinn ber við minnisleysi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi
Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi Mynd/ Anton Brink

Karlmaður, sem grunaður er um að hafa rænt 10 ára stúlku í Vesturbæ Reykjavíkur og beitt hana kynferðislegu ofbeldi, ber við minnisleysi um atburðina.

Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi en samkvæmt upplýsingum frá lögmanni mannsins hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort gæsluvarðhaldsúrskurðinn verði kærður til Hæstaréttar.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu en ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot að sögn lögmanns hans. Lögregla hafði uppi á manninum vegna þess hversu greinargóðar lýsingar stúlkan gat gefið af manninum og bílnum sem hún var brottnumin í.

Lögreglan hefur hert eftirlit í hverfinu en hún hefur þó beðið foreldra að halda ró sinni, enda séu brot af þessu tagi mjög fátíð hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×