Ísland komst áfram 16. maí 2013 20:55 Það er ljóst að mörg Eurovision-partý verða víða um land á laugardagskvöldið því okkar maður Eyþór Ingi Gunnlaugsson komst upp úr seinni undanriðlinum í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Flutningur Eyþórs Inga á laginu Ég á líf var hreint út sagt stórkostlegur og lýstu margir Íslendingar því á Twitter að þeir hefðu fengið gæsahúð yfir flutningnum. Eyþór var gríðarlega öruggur í söng sínum og framkomu og uppskar mikil fagnaðarlæti í Malmö Arena og út um allt Ísland eftir flutninginn. „Ég er þakklátur fyrir að fá að syngja aftur á laugardag. Og geri það jafnvel betur en í kvöld,“ sagði Eyþór Ingi á blaðamannafundi eftir keppnina. Ísland var sjötta landið sem kom upp úr umslögunum fyrir úrslitin og voru eflaust margir farnir að naga sig í handabökunum. Öll Norðurlöndin keppa í úrslitunum: Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Ísland. Af þeim sautján löndum sem kepptu í kvöld komust tíu áfram. Þau eru: Ungverjaland Aserbaídjan Georgía Rúmenía Noregur Ísland Armenía Finnland Malta Grikkland Aðalkeppnin á laugardagHópurinn fagnaði innilega ásamt öðrum sem komust áfram á sviðinu í lok útsendingarinnar í kvöld.Mynd/Helgi JóhannessonAðalkeppnin fer fram í Malmö Arena á laugardagskvöld. Hún hefst klukkan 19 og stendur útsendingin til 22.15. Ljóst er hvaða 26 lönd taka þátt í, tíu frá hvoru undanúrslitakvöldi og sex sem fara beint í aðalkeppnina. Á blaðamannafundinum í kvöld drógu keppendur í hvorum hluta útsendingarinnar á laugardag lögin verða flutt. Eyþór dró seinni helming keppninnar. Framleiðendur útsendingarinnar gáfu út á föstudagsmorgun röð laganna í aðalkeppninni. Lögin koma fram á laugardag í þessarri röð:FrakklandLitháenMoldóvíaFinnlandSpánnBelgíaEistlandHvíta-RússlandMaltaRússlandÞýskalandArmeníaHollandRúmeníaBretlandSvíþjóðUngverjalandDanmörkÍslandAserbaídjanGrikklandÚkraínaÍtalíaNoregurGeorgíaÍrlandÁ föstudagskvöld var einnig gefinn út listinn yfir það í hvaða röð öll löndin 39 sem tóku þátt í keppninni. Íslenski þulurinn María Sigrún Hilmarsdóttir mun vera sú 29. í röðinni til að lesa upp.Á blaðamannafundinum í kvöld voru þeir sem komust áfram látnir draga um það í hvorum helmingi keppninnar á laugardag þeir koma fram. Eyþór dró seinni helming og var sáttur með það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin sem keppa á laugardaginn í YouTube-lista. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Það er ljóst að mörg Eurovision-partý verða víða um land á laugardagskvöldið því okkar maður Eyþór Ingi Gunnlaugsson komst upp úr seinni undanriðlinum í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Flutningur Eyþórs Inga á laginu Ég á líf var hreint út sagt stórkostlegur og lýstu margir Íslendingar því á Twitter að þeir hefðu fengið gæsahúð yfir flutningnum. Eyþór var gríðarlega öruggur í söng sínum og framkomu og uppskar mikil fagnaðarlæti í Malmö Arena og út um allt Ísland eftir flutninginn. „Ég er þakklátur fyrir að fá að syngja aftur á laugardag. Og geri það jafnvel betur en í kvöld,“ sagði Eyþór Ingi á blaðamannafundi eftir keppnina. Ísland var sjötta landið sem kom upp úr umslögunum fyrir úrslitin og voru eflaust margir farnir að naga sig í handabökunum. Öll Norðurlöndin keppa í úrslitunum: Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Ísland. Af þeim sautján löndum sem kepptu í kvöld komust tíu áfram. Þau eru: Ungverjaland Aserbaídjan Georgía Rúmenía Noregur Ísland Armenía Finnland Malta Grikkland Aðalkeppnin á laugardagHópurinn fagnaði innilega ásamt öðrum sem komust áfram á sviðinu í lok útsendingarinnar í kvöld.Mynd/Helgi JóhannessonAðalkeppnin fer fram í Malmö Arena á laugardagskvöld. Hún hefst klukkan 19 og stendur útsendingin til 22.15. Ljóst er hvaða 26 lönd taka þátt í, tíu frá hvoru undanúrslitakvöldi og sex sem fara beint í aðalkeppnina. Á blaðamannafundinum í kvöld drógu keppendur í hvorum hluta útsendingarinnar á laugardag lögin verða flutt. Eyþór dró seinni helming keppninnar. Framleiðendur útsendingarinnar gáfu út á föstudagsmorgun röð laganna í aðalkeppninni. Lögin koma fram á laugardag í þessarri röð:FrakklandLitháenMoldóvíaFinnlandSpánnBelgíaEistlandHvíta-RússlandMaltaRússlandÞýskalandArmeníaHollandRúmeníaBretlandSvíþjóðUngverjalandDanmörkÍslandAserbaídjanGrikklandÚkraínaÍtalíaNoregurGeorgíaÍrlandÁ föstudagskvöld var einnig gefinn út listinn yfir það í hvaða röð öll löndin 39 sem tóku þátt í keppninni. Íslenski þulurinn María Sigrún Hilmarsdóttir mun vera sú 29. í röðinni til að lesa upp.Á blaðamannafundinum í kvöld voru þeir sem komust áfram látnir draga um það í hvorum helmingi keppninnar á laugardag þeir koma fram. Eyþór dró seinni helming og var sáttur með það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin sem keppa á laugardaginn í YouTube-lista.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira