Innlent

Átta ára fangelsi fyrir alvarleg og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Hæstiréttur sakfelldi manninn í dag
Hæstiréttur sakfelldi manninn í dag Mynd/ GVA

Karlmaður var í dag dæmdur í Hæstarétti í 8 ára fangelsi og til greiðslu samtals kr. 5.600.000,- í miskabætur fyrir alvarleg og langvarandi kynferðisbrot gegn tveimur börnum, einum dreng og einni stúlku.

Maðurinn var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn stúlku með því að hafa á heimili sínu með ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við hana er hún var 12 til 15 ára gömul, en maðurinn notfærði sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni vegna aldurs hennar og reynslu og fékk hana til kynmakanna með peningagreiðslum.

Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barnungum vin sonar síns með því að hafa á á heimili sínu, í kjallara í sama húsi, í bifreiðum sem hann hafði til umráða og á víðavangi með ólögmætri nauðung ítrekað látið drenginn hafa við sig munnmök og haft munnmök við hann er drengurinn var 7 til 10 ára gamall og aftur frá því hann var 14 ára til 18 ára aldurs. Þá hafði maðurinn ítrekað og stundum oft í viku látið drenginn hafa við sig munnmök og haft munnmök og endaþarmsmök við hann, en maðurinn notfærði sér einnig yfirburðastöðu sína gagnvart honum vegna aldurs og reynslu ennfremur sem hann fékk drenginn til kynmaka með peningagreiðslum, gjöfum og áfengi er hann komst á unglingsaldur.

Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa tekið kynferðislegar myndir af börnunum, en ekki tókst að opna dulkóðuð tölvugögn mannsins, þrátt fyrir aðstoð erlendra sérfræðinga, sem grunur lék á að væru barnaklámsmyndir og engar myndir fundust af brotaþolum í fórum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×