Ætlar að semja smell um Ísland Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júlí 2013 19:24 Nile Rodgers, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður fyrr og síðar, er mættur til landsins en hann mun blása til tónlistarveislu í Hörpu á morgun. Kappinn hefur hug á að semja eitt stykki smell um Ísland. Hvert einasta mannsbarn þekkir lög á borð við Like a Virgin með Madonnu, Let's Dance með David Bowie og Wild Boys með Duran Duran. Maðurinn á bak við þessi lög er þó ekki jafn þekktur en það er Nile nokkur Rodgers, Bandaríkjamaður, fæddur árið 1952. Rodgers hefur komið að samningu eða upptökustjórn margra af þekktustu og vinsælustu lögum síðustu ára. Þrátt fyrir að hafa efnast gríðarlega á lögum sínum hefur Rodgers haldið áfram að koma fram víða um heim og um leið sveiflast meistarinn á milli tónlistarstefna. Hann heldur tónleika í Hörpu á morgun með hljómsveit sinni, Chic. „Við förum í gegnum lífshlaup mitt á tónleikunum og sögu vinsælla laga minna,“ segir Rodgers. „Við förum frá Chic, Sister Sledge, Diana Ross til Madonnu, David Bowie, Duran Duran og svo aftur til Chic. Við vinnum okkur í gegnum lífshlaup okkar.“Nile Rodgers á tónleikum.MYND/GETTY„Tengsl mín við David Bowie voru mér mest gefandi því þau voru á tímapunkti í lífi mínu þegar ég lenti 6 sinnum í röð í skakkaföllum.“ Snilld Rodgers ómar nú í eyrum nýrrar kynslóðar en samstarf hans og hljómsveitarinnar Daft Punk þekkja flestir og nægir að nefna á smellinn Get Lucky í þeim efnum. „Þetta er sláandi fyrir okkur,“ segir Rodgers um vinsældir lagsins. „Þegar við tókum þessa skífu upp gerðum við það eins og alltaf: Þetta kom frá hjartanu og við trúðum á verkefnið. Við vissum að þetta yrði ólíkt því sem er á döfinni núna. Þetta var af gamla skólanum. Fólk virðist tengjast þessum hljóm.“ Það er hægara sagt en gert að viðhalda sköpunargleðinni eftir öll þessi. Rodger virðist þó ekki eiga í erfiðleikum með það. Hann líkir sköpunargáfu sinni við skrítin sjúkdóm, sem í sífellu hvíslar að honum. „Það er ekki auðvelt að skapa tónlist sem fer á toppinn en það er auðvelt að koma með tónlistarhugmyndir, laglínur, samhljóm, mótíf, hrynjanda því ég byggi alla tónlist mína á raunverulegum atburðum.“ „Ég ábyrgist að ég mun semja eitthvað um veru mína á Íslandi. Ég veit ekki hver útkoman verður en slíkt gerist alltaf hjá mér,“ segir Rodgers að lokum. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira
Nile Rodgers, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður fyrr og síðar, er mættur til landsins en hann mun blása til tónlistarveislu í Hörpu á morgun. Kappinn hefur hug á að semja eitt stykki smell um Ísland. Hvert einasta mannsbarn þekkir lög á borð við Like a Virgin með Madonnu, Let's Dance með David Bowie og Wild Boys með Duran Duran. Maðurinn á bak við þessi lög er þó ekki jafn þekktur en það er Nile nokkur Rodgers, Bandaríkjamaður, fæddur árið 1952. Rodgers hefur komið að samningu eða upptökustjórn margra af þekktustu og vinsælustu lögum síðustu ára. Þrátt fyrir að hafa efnast gríðarlega á lögum sínum hefur Rodgers haldið áfram að koma fram víða um heim og um leið sveiflast meistarinn á milli tónlistarstefna. Hann heldur tónleika í Hörpu á morgun með hljómsveit sinni, Chic. „Við förum í gegnum lífshlaup mitt á tónleikunum og sögu vinsælla laga minna,“ segir Rodgers. „Við förum frá Chic, Sister Sledge, Diana Ross til Madonnu, David Bowie, Duran Duran og svo aftur til Chic. Við vinnum okkur í gegnum lífshlaup okkar.“Nile Rodgers á tónleikum.MYND/GETTY„Tengsl mín við David Bowie voru mér mest gefandi því þau voru á tímapunkti í lífi mínu þegar ég lenti 6 sinnum í röð í skakkaföllum.“ Snilld Rodgers ómar nú í eyrum nýrrar kynslóðar en samstarf hans og hljómsveitarinnar Daft Punk þekkja flestir og nægir að nefna á smellinn Get Lucky í þeim efnum. „Þetta er sláandi fyrir okkur,“ segir Rodgers um vinsældir lagsins. „Þegar við tókum þessa skífu upp gerðum við það eins og alltaf: Þetta kom frá hjartanu og við trúðum á verkefnið. Við vissum að þetta yrði ólíkt því sem er á döfinni núna. Þetta var af gamla skólanum. Fólk virðist tengjast þessum hljóm.“ Það er hægara sagt en gert að viðhalda sköpunargleðinni eftir öll þessi. Rodger virðist þó ekki eiga í erfiðleikum með það. Hann líkir sköpunargáfu sinni við skrítin sjúkdóm, sem í sífellu hvíslar að honum. „Það er ekki auðvelt að skapa tónlist sem fer á toppinn en það er auðvelt að koma með tónlistarhugmyndir, laglínur, samhljóm, mótíf, hrynjanda því ég byggi alla tónlist mína á raunverulegum atburðum.“ „Ég ábyrgist að ég mun semja eitthvað um veru mína á Íslandi. Ég veit ekki hver útkoman verður en slíkt gerist alltaf hjá mér,“ segir Rodgers að lokum.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira