Fótbolti

Svíþjóð vann A-riðilinn eftir sigur á Ítalíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / AFP
Svíþjóð fór með öruggan sigur af hólmi gegn Ítölum, 3-1, og tryggðu sér því sigurinn í A-riðlinum á Evrópumótinu í kvennaknattspyrnu sem fram fer í Svíþjóð.

Liðið endar því í efsta sæti riðilsins með sjö stig, þremur stigum á undan Ítölum sem fara einnig áfram í 8-liða úrslitin með fjögur stig.

Staðan var 0-0 í hálfleik en Svíar gerðu síðan þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og gerðum útum leikinn. Ítalir náðu að klóra í bakkann undir lokin en allt kom fyrir ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×