Fótbolti

Eggert Gunnþór hefur gert þriggja ára samning við Belenenses

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eggert í leik með Wolves.
Eggert í leik með Wolves. Mynd / Getty Images.
Íslendingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er genginn til liðs við portúgalska félagið Belenenses en frá þessu greinir vefsíðan 433.is í kvöld.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti þetta í samtali við 433.is.

Eggert Gunnþór losnaði undan samningi sínum við enska liðið Wolves og hefur nú gert þriggja ára samning við Belenenses.

Annar Íslendingur gekk í raðir félagsins á dögunum en Helgi Valur Daníelsson skrifaði undir við portúgalska félagið.

Liðið komst upp í efstu deild á síðasta tímabili og ætla sér greinilega stóra hluti þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×