Fótbolti

"Fyrir mér er tap eins og dauði"

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það verði aldrei auðveldara fyrir sig að tapa knattspyrnuleikjum.

Wenger hefur starfað sem knattspyrnustjórui í þrjá áratugi og segir að menn séu á rangri hillu ef þeir eru sáttir við að tapa leikjum.

„Bestu augnablikin er þegar maður vinnur mikilvæga leiki. Verstu augnablikin eru þegar maður tapar leikjum því ég upplifi tapleiki eins og dauðann.“

„Maður lærir mikið um sjálfan sig á því að tapa leikjum. Hvert tap er hræðilegt í okkar starfi.“

Wenger segir að enski boltinn muni sakna Alex Ferguson sem hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United í vor.

„Lífið heldur áfram en Ferguson var stór og mikil persóna sem skilur eftir sig vandfyllt skarð. En þeir fengu góðan stjóra [David Moyes] með reynslu úr úrvalsdeildinni. Ég hef fulla trú á því að hann muni standa sig vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×