Innlent

Bjó ekki á Hrafnistu

Maðurinn sem slasaðist við Hrafnistu í fyrrakvöld er ekki íbúi á Hrafnistu eins og fram kom í fréttum fjölmiðla af málinu fyrr í dag.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hrafnistu.

Um er að ræða 85 ára gamlan mann sem var í nótt fluttur á sjúkrahús, mikið slasaður. Talið er að hann hafi dottið niður af um eins metra háum vegg og gat í kjölfarið enga björg sér veitt.

Í tilkynningunni frá Hrafnistu kemur fram að fyrir tilviljun hafi starfsfólk Hrafnistu komið auga á hinn slasaða þar sem hann lá á lóð heimilisins.

Starfsfólkið hringdi á sjúkrabíl og veitti hinum slasaða neyðaraðstoð. Að öðru leyti hafi Hrafnista ekki haft haft afskipti af málinu.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×