Fótbolti

Tíu Albanir gátu farið í bann á móti Íslandi en aðeins einn fékk spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Albanir gáfu misst marga leikmenn sína í leikbann fyrir leikinn á móti Íslandi á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið en liðin mætast þá í mikilvægum leik í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu næsta sumar.

Albanir mættu Slóveníu á útivelli á sama tíma og Ísland gerði 4-4 jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið.

„Það er lýsandi fyrir það hvað þeir eru grimmir að það voru tíu leikmenn á gulu spjaldið fyrir Slóveníuleikinn og gátu því farið í leikbann. Ef að þessi leikur á móti Slóveníu hefði verið harður og með mörg spjöld þá hefðu þeir getað misst marga leikmenn," sagði Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, þegar hann fór yfir lið Albaníu á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag.

„Það var bara eitt spjald í leiknum sem er mjög óvanalegt hjá Albönum og sá leikmaður fór í bann. Þeir voru tilbúnir fyrir að missa fimm menn í bann því þeir voru með 28 manna leikmannahóp," sagði Heimir.

Leikmaðurinn sem fór í leikbann var miðjumaðurinn Ansi Agolli en hann er 30 ára og spilar með FK Qarabag í Aserbaídjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×