Innlent

Fljúgandi hálka á götum borgarinnar

Gunnar Valþórsson skrifar
Þessi strætó stoppaði umferð við Vatnsendahvarf til móts við Ögurhvarf kl. 08.30 í morgun.
Þessi strætó stoppaði umferð við Vatnsendahvarf til móts við Ögurhvarf kl. 08.30 í morgun. mynd/hákon birgisson
Vegna snjókomu í nótt var víða um 3 – 5 sentímetra  snjór og mikil hálka á götum borgarinnar. 

Snjóruðningstæki eru byrjuð að salta götur borgarinnar en um klukkan sex í morgun höfðu tvær tilkynningar um umferðaróhöpp þegar borist lögreglu.

Ekið var á götuvita í Hafnarfirði og á ljósastaur í austurborginni. Lögreglan beinir því til ökumanna að fara ekki á stað á illa búnum ökutækjum og aka varlega í morgunumferðinni.

Og í tilkynningu frá Strætó segir að mikil seinkun verði á öllum leiðum þennan morguninn vegna færðar. Öryggi verður sett umfram tímaáætlun, við biðjum farþega okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Þá bárust fréttastofu upplýsingar frá vegfaranda á leið um Hellisheiðina að þar sé mikil snjóþekja og einn bíll hið minnsta hefur runnið út af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×