Fótbolti

Aron ætlar að slá metin hans Alfreðs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aron Jóhannsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, er í ítarlegu viðtali við tímaritið ELF. Þar segist hann ætla að slá metin sem Alfreð Finnbogason setti á síðasta tíambili.

Alfreð skoraði flest mörk sem Íslendingur hefur skorað í efstu deild í Evrópu með liði sínu, Heerenveen. Þar með bætti hann met Péturs Péturssonar sem setti það er hann lék með PSV Eindhoven á sínum tíma.

„Ég ætla að bæta þetta met,“ segir Aron. „Ég ætla að skora fleiri mörk en Alfreð.“

Aron segist hafa valið sjálfur að fara til Hollands eftir að hafa slegið í gegn með AGF í Danmörku.

„Ég vildi ekki fara í eina af stærstu deildum Evrópu, týnast þar og snúa svo aftur til annað hvort Danmerkur eða Íslands. Þar með væri mínum ferli lokið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×