Enski boltinn

Mkhitaryan hafnaði Liverpool og Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Armeninn Henrikh Mkhitaryan virðist vera á góðri leið með að ganga til liðs við Dortmund í Þýskalandi en hann var einnig eftirsóttur af enskum liðum.

Undanfarið hefur verið greint frá því að Liverpool hafi áhuga á kappanum en enska blaðið Independent segir að Tottenham hafi einnig verið á höttunum á eftir Mkhitaryan, sem sló í gegn með Shakhtar Donetsk í Úkraínu á liðnu tímabili.

Mkhitaryan mun hins vegar hafa hafnað báðum liðum þar sem hann er ólmur í að spila með Dortmund í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Shakhtar vill fá 30 milljónir evra fyrir kappann en samkvæmt þýskum fjölmiðlum eru forráðamenn Dortmund aðeins reiðubúnir að greiða 23 milljónir.

Mkhitaryan virðist afar áhugasamur um að fara frá Shakhtar en hann var fjarverandi þegar að undirbúningstímabilið hófst hjá liðinu.

Hann hefur orðið meistari með Shakhtar undanfarin þrjú ár og var frábær á síðasta tímabili er hann skoraði 25 mörk og lagði upp tíu til viðbótar í 25 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×