Enski boltinn

Liverpool ekki búið að bjóða í Mkhitaryan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrikh Mkhitaryan í leik með Shakhtar Donetsk.
Henrikh Mkhitaryan í leik með Shakhtar Donetsk. Nordic Photos / Getty Images
Framkvæmdarstjóri úkraínska félagsins Shakhtar Donetsk segir að félagið hafi ekki enn fengið neitt tilboð frá Liverpool í miðvallarleikmanninn Henrikh Mkhitaryan.

Mkhitaryan hefur verið orðaður við Liverpool undanfarnar vikur en þessi 24 ára kappi skoraði 25 mörk fyrir úkraínsku meistarana á síðasta tímabili.

Liverpool er sagt viljugt að greiða allt að 23 milljónir evra fyrir Mkhitaryan sem er armenskur landsliðsmaður.

Sergei Palkin, framkvæmdarstjóri Shakhtar, vill þó halda Mkhitaryan þar sem að félagið seldi sóknarmanninn Willian til Anzhi í Rússlandi í febrúar og Fernandinho til Manchester City fyrr í þessum mánuði.

Hann útilokar þó ekki neitt. „Það hefur verið of mikið gert úr þessu máli í fjölmiðlum þar sem við höfum ekki heyrt neitt frá Liverpool. Henrikh er mikilvægur leikmaður sem við viljum halda. Við erum þó reiðubúnir til að hlusta á öll tilboð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×