Fyrsta konan í 122 ára sögu VR sem verður formaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2013 14:52 Ólafía kampakát eftir að sigurinn var í höfn. Mynd/GVA „Ég átti ekki von á svona miklum mun en það er gríðarlega gaman að hafa tekið þetta með þessum hætti," segir Ólafía B. Rafnsdóttir, nýkjörinn formaður VR. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu í 122 ára sögu félagsins. Ólafía vann yfirburðasigur í kosningaslag við fráfarandi formann Stefán Einar Stefánsson. Hlaut Ólafía 76% atkvæða en Stefán Einar 24%. Ólafía er margreynd þegar kemur að kosningabaráttu og sigursæl. Hefur hún meðal annars stýrt framboðum Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta Íslands og Árna Páls Árnasonar til formanns Samfylkingarinnar. Í fyrsta skipti kom það í hennar hlutskipti að fagna sigrinum fyrir framan myndavélarnar. „Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert. Ég hef líka notið góðs af því og lært af því góða fólki sem ég hef haft þann heiður að starfa fyrir. Vonandi skilar það sér í áframhaldandi störfum," segir Ólafía sem segist hafa fundið fyrir góðum og jákvæðum meðbyr á meðan á kosningabaráttunni stóð.Kostnaðurinn nokkrir þúsundkallar Orðrómur hefur verið uppi um að frambjóðendur hafi varið töluverðum fjármunum í kosningaframboð sín. Ólafía segir það ekki eiga við rök að styðjast í sínu tilfelli. „Við erum að tala um nokkra þúsundkalla í mínu tilviki. Útprentaður A4 blöðungur í 500 eintökum. Það er allur kostnaðurinn sem hefur fylgt mínu framboði," segir Ólafía sem kom skilaboðum að mestu til félagsmanna í tölvupósti eða á Facebook. Kosningaþátttaka var um 22% en félagsmenn gátu kosið rafrænt. Aðspurð hvort þátttakan, sem þó er í takt við þátttöku undanfarin ár, sé ekki áhyggjuefni segir Ólafía: „Ég er algjörlega sammála því. Það á að vera hlutverk formanns og félagsins að auka kosningaþátttökuna. Við þurfum að finna leiðina því það skiptir máli að hafa áhrif og taka þátt í 30 þúsund manna stéttarfélagi."Málefnaleg kosningabarátta Ólafía segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega hjá báðum aðilum. „Fólk vill vera málefnalegt og miðað við niðurstöðurnar í þessum kosningum hefur það náð í gegn," segir Ólafía. Fyrsta mál á dagskrá sem formaður sé að kynnast hinu frábæra starfsfólki sem vinni hjá VR. „Ég fann það á þessum fjöldamörgu vinnustöðum sem ég heimsótti að það er áhugi fyrir VR. Við þurfum hins vegar að finna vettvang til þess að þessi áhugi og hugmyndir sem fólk hefur fái að mótast. Það gerist með því að efla grasrótina, trúnaðarmannaráðið og stjórnin fylgi eftir. Það verður vonandi fyrsta hlutverkið að fá að takast á við það." Ólafía þakkar stuðningsmönnum sínum kærlega fyrir veitta aðstoð. Um hópefli hafi verið að ræða. „Stuðningsfólkið mitt er með því betra sem finnst og þar hefur fjölskylda mín líka farið fremst í flokki. Síðustu daga hafa synir mínir, tengdadætur, sambýlismaður, bræður mínir og systur og fleiri verið að hringja. Það eru mikil verðmæti í því. Fyrst og síðast þessi jákvæði og öflugi stuðningshópur sem hefur fylgt mér alla þessa leið og gert það í jákvæðni og á málefnalegum nótum," sagði sigurreifur formaður. Tengdar fréttir Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15. mars 2013 14:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
„Ég átti ekki von á svona miklum mun en það er gríðarlega gaman að hafa tekið þetta með þessum hætti," segir Ólafía B. Rafnsdóttir, nýkjörinn formaður VR. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu í 122 ára sögu félagsins. Ólafía vann yfirburðasigur í kosningaslag við fráfarandi formann Stefán Einar Stefánsson. Hlaut Ólafía 76% atkvæða en Stefán Einar 24%. Ólafía er margreynd þegar kemur að kosningabaráttu og sigursæl. Hefur hún meðal annars stýrt framboðum Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta Íslands og Árna Páls Árnasonar til formanns Samfylkingarinnar. Í fyrsta skipti kom það í hennar hlutskipti að fagna sigrinum fyrir framan myndavélarnar. „Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert. Ég hef líka notið góðs af því og lært af því góða fólki sem ég hef haft þann heiður að starfa fyrir. Vonandi skilar það sér í áframhaldandi störfum," segir Ólafía sem segist hafa fundið fyrir góðum og jákvæðum meðbyr á meðan á kosningabaráttunni stóð.Kostnaðurinn nokkrir þúsundkallar Orðrómur hefur verið uppi um að frambjóðendur hafi varið töluverðum fjármunum í kosningaframboð sín. Ólafía segir það ekki eiga við rök að styðjast í sínu tilfelli. „Við erum að tala um nokkra þúsundkalla í mínu tilviki. Útprentaður A4 blöðungur í 500 eintökum. Það er allur kostnaðurinn sem hefur fylgt mínu framboði," segir Ólafía sem kom skilaboðum að mestu til félagsmanna í tölvupósti eða á Facebook. Kosningaþátttaka var um 22% en félagsmenn gátu kosið rafrænt. Aðspurð hvort þátttakan, sem þó er í takt við þátttöku undanfarin ár, sé ekki áhyggjuefni segir Ólafía: „Ég er algjörlega sammála því. Það á að vera hlutverk formanns og félagsins að auka kosningaþátttökuna. Við þurfum að finna leiðina því það skiptir máli að hafa áhrif og taka þátt í 30 þúsund manna stéttarfélagi."Málefnaleg kosningabarátta Ólafía segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega hjá báðum aðilum. „Fólk vill vera málefnalegt og miðað við niðurstöðurnar í þessum kosningum hefur það náð í gegn," segir Ólafía. Fyrsta mál á dagskrá sem formaður sé að kynnast hinu frábæra starfsfólki sem vinni hjá VR. „Ég fann það á þessum fjöldamörgu vinnustöðum sem ég heimsótti að það er áhugi fyrir VR. Við þurfum hins vegar að finna vettvang til þess að þessi áhugi og hugmyndir sem fólk hefur fái að mótast. Það gerist með því að efla grasrótina, trúnaðarmannaráðið og stjórnin fylgi eftir. Það verður vonandi fyrsta hlutverkið að fá að takast á við það." Ólafía þakkar stuðningsmönnum sínum kærlega fyrir veitta aðstoð. Um hópefli hafi verið að ræða. „Stuðningsfólkið mitt er með því betra sem finnst og þar hefur fjölskylda mín líka farið fremst í flokki. Síðustu daga hafa synir mínir, tengdadætur, sambýlismaður, bræður mínir og systur og fleiri verið að hringja. Það eru mikil verðmæti í því. Fyrst og síðast þessi jákvæði og öflugi stuðningshópur sem hefur fylgt mér alla þessa leið og gert það í jákvæðni og á málefnalegum nótum," sagði sigurreifur formaður.
Tengdar fréttir Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15. mars 2013 14:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15. mars 2013 14:09