Innlent

Gæddi sér á kræsingum og neitaði svo að borga

mynd/valli
Lögreglan handtók í gærkvöldi ölvaðan mann á veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann neitaði að greiða fyrir veitingar, sem hann hafði notið.

Hann gat ekki gefið haldbærar skýringar á framferði sínu, en þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem maðurinn leikur þennan leik á veitingahúsum borgarinnar.

Annar ölvaður maður missti bíl sinn út af Suðurlandsvegi við Rauðhóla upp úr miðnætti. Hann sakaði ekki, en bíllinn var fjarlægður með kranabíl. Tveir til viðbótar voru svo teknir úr umferð vegna ölvunaraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×