Fótbolti

Eiður Smári tryggði Club Brugge sigur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Club Brugge 2-1 sigur á Zulte-Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ólafur Ingi Skúlason skoraði mark Zulte-Waregem í uppbótartíma.

Carlos Arturo Bacca kom Brugge yfir á 48. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Eiður Smári Guðjohnsen inn á. Eiður Smári skoraði annað mark Brugge á 87. mínútu en Ólafur Ingi minnkaði muninn á annarri mínútu uppbótartíma en Ólafur lék allan leikinn.

Brugge er í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Genk og níu stigum á eftir Zulte-Waregem.

Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Cercle Brugge sem tapaði 3-1 fyrir Mons á heimavelli. Cercle Brugge er lang neðst í deildinni og ekkert virðist geta bjargað liðinu frá falli. Mons er í sjöunda sæti.

Stefán Gíslason lék í 42 mínútur fyrir OH Leuven sem tapaði 4-0 fyrir Standard Liege. Leuven var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en náði engan vegin að nýta sér liðsmuninn.

Leuven er í 10. sæti deildarinnar en Standard Liege er í 5. sæti, stigi á eftir Club Brugge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×