Fótbolti

NEC tapaði og AZ gerði jafntefli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir NEC sem tapaði 1-0 á útivelli fyrir Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

NEC var manni fleiri í 23 mínútur en náði ekki að nýta sér liðsmuninn og varð að sætta sig við tap.

Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tíman á bekknum hjá AZ sem gerði 1-1 jafntefli við Ado Den Haag á heimavelli sínum í kvöld.

Mike van Duinen kom Haag yfir á 10 mínútu en Viktor Elm jafnaði fyrir AZ á 25. mínútu.

Haag komst upp fyrir NEC á markamun í 7. sæti deildarinnar en AZ er í 15. sæti með 26 stig, stigi meira en Roda JC sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×