Fótbolti

Zlatan með tvö í sigri á Nancy

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Zlatan fór mikinn í dag
Zlatan fór mikinn í dag Mynd:NordicPhotos/Getty
Zlatan Ibrahimovic var hetja PSG sem sigraði Nancy 2-1 nú í dag í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Zlatan skoraði bæði mörk PSG sem lenti undir á heimvelli gegn næst neðsta liði deildarinnar.

Nancy var óvænt 1-0 yfir í hálfleik með marki Benjamin Moukandjo frá Kamerún.

Franska stórliðið stjörnuprýdda gafst ekki upp og skoraði Zlatan tvö mörk á þriggja mínútna kafla. Fyrra markið á 59. mínútu og það seinna á 62. mínútu.

David Beckham lék aðeins sextán síðustu mínútur leiksins án þess að setja mark sitt á leikinn.

PSG er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar en Lyon á þó leik til góða í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×