Fótbolti

Heerenveen skellti toppliðinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aldrei þessu vant þá skoraði Alfreð ekki en það kom ekki að sök þar sem Heerenveen vann samt.
Aldrei þessu vant þá skoraði Alfreð ekki en það kom ekki að sök þar sem Heerenveen vann samt. Mynd. / Getty Images
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Heerenveen sem gerði sér lítið fyrir og skellti PSV 2-1 í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alfreð Finnbogason skoraði ekki fyrir Heerenveen sem var 2-0 yfir í hálfleik.

Marten de Roon skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu eftir sendingu frá Yassien El Ghanassy. Ghanassy skoraði sjálfur annað mark Heerenveen á 38 mínútu og staðan í hálfleik 2-0.

Kevin Strootman minnkaði muninn fyrir PSV þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka en topplið hollensku úrvalsdeildarinnar náði ekki að jafna leikinn.



Alfreð var skipt útaf á 86. mínútu leiksins.

PSV er tveimur stigum á  undan Ajax sem á leik til góða en þetta var þriðji sigur Heerenveen í röð og liðið er í 9. sæti með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×