Innlent

Yfir 20 börn látin vegna matareitrunar

Börn flutt á sjúkrahús eftir að hafa snætt máltíð í skólanum.
Börn flutt á sjúkrahús eftir að hafa snætt máltíð í skólanum. Nordicphotos/AFP
Tugir barna á aldrinum 8 til 11 ára veiktust heiftarlega í gær eftir að hafa snætt skólamáltíð, sem reyndist innihalda skordýraeitur. Meira en 20 barnanna eru látin.

Þetta gerðist í þorpi sem heitir Gandamal, um 80 kílómetra norður af Patna, sem er höfuðborg í Patna-héraði. Börnin voru flutt á sjúkrahús í Patna.

Ekki er ljóst hvernig eitrið barst í matinn, en fjölmiðlar hafa eftir embættismanni að hugsanlega hafi maturinn ekki verið skolaður nógu vel áður en hann var eldaður.

Máltíðin var ókeypis fyrir börnin, liður í átaki sem gengur út á að gefa börnum fátækra foreldra að minnsta kosti eina heita máltíð á dag. Maturinn var eldaður í skólanum og samanstóð máltíðin af hrísgrjónum, sojabaunum, linsubaunum og kartöflum.

Fljótlega eftir að hafa matast tóku börnin að veikjast og æla. 

Nú þegar hefur 21 barn látist, en 26 börn að auki eru veik, þar af tíu alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×