Drullusvað á leiksvæði óboðlegt börnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2013 07:00 Þegar rignir breytist þetta leiksvæði í drullusvað og íbúar segja að þá sé það nánast ófært með öllu. Fréttablaðið/Daníel „Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira