Innlent

Eldur í bíl á Miklubraut

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Slökkvilið og lögregla er á staðnum.
Slökkvilið og lögregla er á staðnum. MYND/VÍSIR
Slökkvilið er búið er að slökkva eld sem kom upp í bíl á Miklubraut nú fyrir skömmu. Umferð var stöðvuð við slysstað í nokkrar mínútur en fljótlega var opnað fyrir hana aftur. Fólk getur þó átt von á einhverjum umferðatöfum þar til búið verður að fjarlægja bílinn.

Slökkvilið þurfti að koma ökumanni út úr bílnum, en hann var einn á ferð.  Hann hefur nú verið fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. Bílinn er stórskemmdur.

Ekki er vitað um orsakir eldsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×