Erlent

Vill semja en hvetur til árása

Þorgils Jónsson skrifar
Múlla Ómar komst undan á flótta þegar veldi talibana í Afganistan féll haustið 2001. Hann segist tilbúinn til viðræðna, en hvetur um leið til þess að erlendir hermenn og bandamenn þeirra verði drepnir.
Múlla Ómar komst undan á flótta þegar veldi talibana í Afganistan féll haustið 2001. Hann segist tilbúinn til viðræðna, en hvetur um leið til þess að erlendir hermenn og bandamenn þeirra verði drepnir.
Múlla Múhameð Ómar, leiðtogi Talibana í Afganistan, segir að Bandaríkjamenn og stjórnvöld í Afganistan geti sjálfum sér um kennt að friðarumleitanir í landinu séu ekki lengra á veg komnar.

Í yfirlýsingu í dag segir Ómar að Talibanar séu tilbúnir til að halda áfram friðarviðræðum, en um leið hvetur hann til árása gegn erlendum hermönnum í landinu.

Hvetur hann meðal annars til þess að liðsmenn afganskra öryggissveita ráðist á erlenda hermenn, útsendara stjórnvalda og alla þá Afgana sem hafa aðstoðað fjölþjóðlega herliðið undir stjórn Bandaríkjamanna.

Í júní tilkynntu Bandaríkin og Talibanar að friðarviðræður myndu hefjast í Katar, en þær runnu út í sandinn eftir að Hamid Karzai, forseti Afganistans, lýsti yfir andstöðu sinni við þær, þar sem honum þótti fram hjá sér gengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×