Innlent

Einelti barna og unglinga á netinu minnkar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
3% íslenskra barna og unglinga sögðust hafa sent skilaboð, texta eða mynd í gegnum farsíma sem var andstyggileg í garð annars einstaklings.
3% íslenskra barna og unglinga sögðust hafa sent skilaboð, texta eða mynd í gegnum farsíma sem var andstyggileg í garð annars einstaklings.
Í könnun sem SAFT stóð fyrir hér á landi kemur fram að 3% íslenskra barna og unglinga sögðust hafa sent skilaboð, texta eða mynd í gegnum farsíma sem var andstyggileg í garð annars einstaklings. Þegar spurt var hvort þau hafi strítt einhverjum eða sýnt einhverjum yfirgang í gegnum farsímann svöruðu 8,7% því játandi árið 2009.

Færri viðast því senda ljót skilaboð eða myndir en áður eða þá að færri viðurkenna í dag slíka hegðun.

Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir hafi sjálfir einhvern tímann sett inn skilaboð, texta eða mynd á netið sem var andstyggileg í garð annarrar persónu svöruðu 5,7% því játandi en 2009 svöruðu 11,6% þeirri spurningu játandi.

Eftir því sem börnin eru eldri því líklegri eru þau til að hafa sett inn slík skilaboð, texta eða mynd. Hlutfall barna í 10. bekk sem svöruðu spurningunni játandi var 10% á móti 3% barna í 4. og 5. bekk. Innan við 1% foreldra telur að barn sitt hafi endurtekið lagt annað barn í einelti á netinu, það er strítt eða áreitt það endurtekið, ógnað því eða skilið út undan.

Þá töldu 75% svarenda það vera ólöglegt að leggja einhvern í einelti og eru stelpur líklegri en strákar til að telja einelti ólöglegt og sömuleiðis telja yngri börnin einelti frekar vera ólöglegt en eldri börn. Þannig telja yfir 80% barna í 4.-6. bekk það ólöglegt að leggja einhvern í einelti á meðan sambærilegt hlutfall í 10. bekk er 63%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×