Undirskrift Sigmundar bendir til bjartsýni, hagsýni og stjórnsemi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. maí 2013 15:49 Undirskrift Sigmundar (t.v.) og skrautskriftarkennarinn Jens. Samsett mynd „Það er enginn starfandi rithandarsérfræðingur á Íslandi í dag,“ segir skrautskriftarkennarinn Jens Guðmundsson í samtali við Vísi, en hann féllst á það að rýna í undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, verðandi forsætisráðherra, í dagbókina á Bessastöðum. Sigmundur mætti þangað í morgun til þess að eiga fund með forsetanum, en blekpenninn snerist gegn Sigmundi þegar hann ritaði í bókina og skildi eftir sig blekklessu á blaðsíðunni. „Það eru skiptar skoðanir á því hvað megi lesa mikið úr skrift fólks, og sérstaklega úr undirskrift. Dæmi eru um að fólk skrifi nafnið sitt allt öðruvísi en annan texta,“ en Jens segir rithandarsérfræðinga erlendis oftast byggja rannsóknir sínar á lengri bréfum. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það verður auðvitað að taka þessu öllu með fyrirvara,“ segir Jens, en hann segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu sem tengist skrift, og hafði þetta um undirskrift Sigmundar að segja: „Skrift sem hallar til hægri og er opin, það er að segja að stafirnir liggja ekki þétt saman, bendir til þess að sá sem skrifar sé félagslyndur og sæki í að vinna með öðrum. Skrift Sigmundar jaðrar við að halla til hægri og vera opin. Ekki afgerandi en hneigist í það far. Hún hallar það lítið að hún bendir til hagsýni og raunsæi.“ Jens segir mjög smáa stafi sýna einbeitingarhæfileika en þeir séu jafnframt algengt sérkenni á rithönd feiminnar manneskju. „Hornhvassar brúnir gefa til kynna stjórnsemi. Óvenju stór og opin G, L og D eru ávísun á afslappaðan mann sem á auðvelt með að tjá hug sinn og er til í að skoða nýjar hugmyndir. Stærð upphafsstafa ræðst að nokkru af sjálfsáliti. Því stærri sem upphafsstafir eru þeim mun meira er sjálfsálitið.“ Þá segir Jens það benda til mikillar bjartsýni hvað punktar og kommur eru fjarri stöfunum í undirskrift Sigmundar. „Nafnið Davíð er ofar á blaðsíðunni en nafnið Sigmundur, og Gunnlaugsson er ofar en nafnið Davíð. Þetta einkennir bjartsýna og hamingjusama.“ Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
„Það er enginn starfandi rithandarsérfræðingur á Íslandi í dag,“ segir skrautskriftarkennarinn Jens Guðmundsson í samtali við Vísi, en hann féllst á það að rýna í undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, verðandi forsætisráðherra, í dagbókina á Bessastöðum. Sigmundur mætti þangað í morgun til þess að eiga fund með forsetanum, en blekpenninn snerist gegn Sigmundi þegar hann ritaði í bókina og skildi eftir sig blekklessu á blaðsíðunni. „Það eru skiptar skoðanir á því hvað megi lesa mikið úr skrift fólks, og sérstaklega úr undirskrift. Dæmi eru um að fólk skrifi nafnið sitt allt öðruvísi en annan texta,“ en Jens segir rithandarsérfræðinga erlendis oftast byggja rannsóknir sínar á lengri bréfum. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það verður auðvitað að taka þessu öllu með fyrirvara,“ segir Jens, en hann segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu sem tengist skrift, og hafði þetta um undirskrift Sigmundar að segja: „Skrift sem hallar til hægri og er opin, það er að segja að stafirnir liggja ekki þétt saman, bendir til þess að sá sem skrifar sé félagslyndur og sæki í að vinna með öðrum. Skrift Sigmundar jaðrar við að halla til hægri og vera opin. Ekki afgerandi en hneigist í það far. Hún hallar það lítið að hún bendir til hagsýni og raunsæi.“ Jens segir mjög smáa stafi sýna einbeitingarhæfileika en þeir séu jafnframt algengt sérkenni á rithönd feiminnar manneskju. „Hornhvassar brúnir gefa til kynna stjórnsemi. Óvenju stór og opin G, L og D eru ávísun á afslappaðan mann sem á auðvelt með að tjá hug sinn og er til í að skoða nýjar hugmyndir. Stærð upphafsstafa ræðst að nokkru af sjálfsáliti. Því stærri sem upphafsstafir eru þeim mun meira er sjálfsálitið.“ Þá segir Jens það benda til mikillar bjartsýni hvað punktar og kommur eru fjarri stöfunum í undirskrift Sigmundar. „Nafnið Davíð er ofar á blaðsíðunni en nafnið Sigmundur, og Gunnlaugsson er ofar en nafnið Davíð. Þetta einkennir bjartsýna og hamingjusama.“
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira