Undirskrift Sigmundar bendir til bjartsýni, hagsýni og stjórnsemi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. maí 2013 15:49 Undirskrift Sigmundar (t.v.) og skrautskriftarkennarinn Jens. Samsett mynd „Það er enginn starfandi rithandarsérfræðingur á Íslandi í dag,“ segir skrautskriftarkennarinn Jens Guðmundsson í samtali við Vísi, en hann féllst á það að rýna í undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, verðandi forsætisráðherra, í dagbókina á Bessastöðum. Sigmundur mætti þangað í morgun til þess að eiga fund með forsetanum, en blekpenninn snerist gegn Sigmundi þegar hann ritaði í bókina og skildi eftir sig blekklessu á blaðsíðunni. „Það eru skiptar skoðanir á því hvað megi lesa mikið úr skrift fólks, og sérstaklega úr undirskrift. Dæmi eru um að fólk skrifi nafnið sitt allt öðruvísi en annan texta,“ en Jens segir rithandarsérfræðinga erlendis oftast byggja rannsóknir sínar á lengri bréfum. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það verður auðvitað að taka þessu öllu með fyrirvara,“ segir Jens, en hann segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu sem tengist skrift, og hafði þetta um undirskrift Sigmundar að segja: „Skrift sem hallar til hægri og er opin, það er að segja að stafirnir liggja ekki þétt saman, bendir til þess að sá sem skrifar sé félagslyndur og sæki í að vinna með öðrum. Skrift Sigmundar jaðrar við að halla til hægri og vera opin. Ekki afgerandi en hneigist í það far. Hún hallar það lítið að hún bendir til hagsýni og raunsæi.“ Jens segir mjög smáa stafi sýna einbeitingarhæfileika en þeir séu jafnframt algengt sérkenni á rithönd feiminnar manneskju. „Hornhvassar brúnir gefa til kynna stjórnsemi. Óvenju stór og opin G, L og D eru ávísun á afslappaðan mann sem á auðvelt með að tjá hug sinn og er til í að skoða nýjar hugmyndir. Stærð upphafsstafa ræðst að nokkru af sjálfsáliti. Því stærri sem upphafsstafir eru þeim mun meira er sjálfsálitið.“ Þá segir Jens það benda til mikillar bjartsýni hvað punktar og kommur eru fjarri stöfunum í undirskrift Sigmundar. „Nafnið Davíð er ofar á blaðsíðunni en nafnið Sigmundur, og Gunnlaugsson er ofar en nafnið Davíð. Þetta einkennir bjartsýna og hamingjusama.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Það er enginn starfandi rithandarsérfræðingur á Íslandi í dag,“ segir skrautskriftarkennarinn Jens Guðmundsson í samtali við Vísi, en hann féllst á það að rýna í undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, verðandi forsætisráðherra, í dagbókina á Bessastöðum. Sigmundur mætti þangað í morgun til þess að eiga fund með forsetanum, en blekpenninn snerist gegn Sigmundi þegar hann ritaði í bókina og skildi eftir sig blekklessu á blaðsíðunni. „Það eru skiptar skoðanir á því hvað megi lesa mikið úr skrift fólks, og sérstaklega úr undirskrift. Dæmi eru um að fólk skrifi nafnið sitt allt öðruvísi en annan texta,“ en Jens segir rithandarsérfræðinga erlendis oftast byggja rannsóknir sínar á lengri bréfum. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það verður auðvitað að taka þessu öllu með fyrirvara,“ segir Jens, en hann segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu sem tengist skrift, og hafði þetta um undirskrift Sigmundar að segja: „Skrift sem hallar til hægri og er opin, það er að segja að stafirnir liggja ekki þétt saman, bendir til þess að sá sem skrifar sé félagslyndur og sæki í að vinna með öðrum. Skrift Sigmundar jaðrar við að halla til hægri og vera opin. Ekki afgerandi en hneigist í það far. Hún hallar það lítið að hún bendir til hagsýni og raunsæi.“ Jens segir mjög smáa stafi sýna einbeitingarhæfileika en þeir séu jafnframt algengt sérkenni á rithönd feiminnar manneskju. „Hornhvassar brúnir gefa til kynna stjórnsemi. Óvenju stór og opin G, L og D eru ávísun á afslappaðan mann sem á auðvelt með að tjá hug sinn og er til í að skoða nýjar hugmyndir. Stærð upphafsstafa ræðst að nokkru af sjálfsáliti. Því stærri sem upphafsstafir eru þeim mun meira er sjálfsálitið.“ Þá segir Jens það benda til mikillar bjartsýni hvað punktar og kommur eru fjarri stöfunum í undirskrift Sigmundar. „Nafnið Davíð er ofar á blaðsíðunni en nafnið Sigmundur, og Gunnlaugsson er ofar en nafnið Davíð. Þetta einkennir bjartsýna og hamingjusama.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira