Innlent

Þessir verða ráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Frá fundi Sjálfstæðisflokksins í kvöld.
Frá fundi Sjálfstæðisflokksins í kvöld.

Búið er að tilkynna þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hvernig ráðherraskipan verður.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins, verður innanríkisráðherra og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Kristján Þór Júlíusson verður heilbrigðisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Einar K. Guðfinnsson verður svo forseti Alþingis og Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður þingflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður fjármála- og efnahagsráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×