Sömu ósvöruðu spurningar og í kosningabaráttunni Boði Logason skrifar 22. maí 2013 14:01 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Mynd/Stefán Karlsson „Það sem slær mann algjörlega við fyrstu yfirsýn er að þetta er svona nokkuð almennt orðað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um stjórnarsáttmálann sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undirrituðu á Laugarvatni í dag. Katrín segir í samtali við fréttastofu að engar útfærslur séu lagðar fram í stærsta kosningamáli Framsóknarflokksins, skuldamálum heimilanna. „Það kemur ekkert fram annað en það verði farið í almennar aðgerðir svo fremur sem samningar við kröfuhafa náist og svigrúm skapist,“ segir Katrín. „Við erum að sjálfsögðu reiðubúin til þverpólitísks samráðs um þær útfærslur úr því að þær liggja ekki fyrir. Þá segist Katrín hafa áhyggjur af því að Umhverfisráðuneytið verði sameinað öðru ráðuneyti. „Þær hugmyndir vekja áhyggjur okkar sem höfum áhyggjur af „grænu málunum“ - að stjórn umhverfismála muni veikjast verulega. Það er kannski ekki mikið í stjórnarsáttmálunum í þeim málum, nema að styrkja ímynd Íslands á sviði umhverfismála. Það er margt sem á eftir að koma í ljós og mun væntanlega skýrast á fyrstu dögum þingsins.“ Hún setur einnig spurningarmerki við það að engin tímasetning sé sett á hvenær nákvæmlega þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu landsins inn í Evrópusambandið fari fram. „Það er ekki mörgum spurningum sem hefur verið svarað, þetta eru sömu spurningar og voru uppi í kosningabaráttunni,“ segir Katrín að lokum um stjórnarsáttmálann. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Það sem slær mann algjörlega við fyrstu yfirsýn er að þetta er svona nokkuð almennt orðað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um stjórnarsáttmálann sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undirrituðu á Laugarvatni í dag. Katrín segir í samtali við fréttastofu að engar útfærslur séu lagðar fram í stærsta kosningamáli Framsóknarflokksins, skuldamálum heimilanna. „Það kemur ekkert fram annað en það verði farið í almennar aðgerðir svo fremur sem samningar við kröfuhafa náist og svigrúm skapist,“ segir Katrín. „Við erum að sjálfsögðu reiðubúin til þverpólitísks samráðs um þær útfærslur úr því að þær liggja ekki fyrir. Þá segist Katrín hafa áhyggjur af því að Umhverfisráðuneytið verði sameinað öðru ráðuneyti. „Þær hugmyndir vekja áhyggjur okkar sem höfum áhyggjur af „grænu málunum“ - að stjórn umhverfismála muni veikjast verulega. Það er kannski ekki mikið í stjórnarsáttmálunum í þeim málum, nema að styrkja ímynd Íslands á sviði umhverfismála. Það er margt sem á eftir að koma í ljós og mun væntanlega skýrast á fyrstu dögum þingsins.“ Hún setur einnig spurningarmerki við það að engin tímasetning sé sett á hvenær nákvæmlega þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu landsins inn í Evrópusambandið fari fram. „Það er ekki mörgum spurningum sem hefur verið svarað, þetta eru sömu spurningar og voru uppi í kosningabaráttunni,“ segir Katrín að lokum um stjórnarsáttmálann.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira