Fótbolti

Enn ein vísbendingin um komu James til ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David James skrifar á Twitter-síðu sína að fótboltaferli hans sé ekki lokið og að hann eigi frekari áskoranir fyrir höndum í Evrópu.

James yfirgaf Bournemouth í vikunni en þessi 42 ára kappi hefur átt langan og glæsilegan feril. Hann lék til að mynda með enska landsliðinu í 53 leikjum.

Hann kom til Íslands í vetur til að skoða aðstæður hjá ÍBV og ræða við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, og fyrrum liðsfélaga hjá Portsmouth.

„Takk kærlega fyrir öll tístin ykkar! Ferillinn minn er þó ekki búinn heldur fer hann aðrar leiðir en ég bjóst við. Það eru áskoranir fram undan í Evrópu," skrifaði hann en þess má geta að ÍBV spilar í forkeppni Evrópudeildar UEFA í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×