Fótbolti

Evra verður ekki fyrirliði hjá mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, útilokar að gera Patrice Evra að fyrirliða landsliðsins á ný.

Evra var fyrirliði Frakka á HM 2010 en þá gerðu leikmenn uppreisn eins og frægt er. Evra og fleiri voru settir í bann af franska knattspyrnusambandinu.

Evra hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Frakka í síðustu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014 en hann hafði oft setið á bekknum þegar liðið var undir stjórn Laurent Blanc.

„Það eru engin vandamál á milli mín og Evra en hann veit að hann verður aldrei fyriliði undir minni stjórn. Hann veit líka ástæðuna fyrir því," sagði Deschamps við franska fjölmiðla.

Markvörðurinn Hugo Lloris er nú landsliðsfyrirliði Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×