Fótbolti

Rio Ferdinand valinn aftur í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Mynd/NordicPhotos/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, kom mörgum á óvart í dag með því að velja Rio Ferdinand, miðvörð Manchester United, í landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti San Marínó og Svartfjallaland í undankeppni HM. Hodgson valdi 26 manna hóp.

Phil Jagielka er meiddur á ökkla og Phil Jones er einnig frá vegna meiðsla. Hodgson valdi því að kalla aftur á hinn 34 ára gamla Rio Ferdinand sem hefur verið út í kuldanum síðan júní 2011 og var meðal annars ekki valinn í EM-hóp Englendinga 2012. Rio Ferdinand hefur leikið 81 landsleik á ferlinum.

Scott Parker og Michael Dawson, liðsfélagar Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Tottenham, koma líka báðir aftur inn í enska landsliðið. Parker hefur ekki verið meðan síðan á EM og Dawson var síðast í landsliðshópnum í mars 2011.

Landsliðshópur Englendinga:

Markverðir: Ben Foster, Joe Hart, Fraser Forster.

Varnarmenn: Leighton Baines, Gary Cahill, Ashley Cole, Michael Dawson, Rio Ferdinand , Glen Johnson, Chris Smalling, Kyle Walker.

Miðjumenn: Michael Carrick, Tom Cleverley, Steven Gerrard, Frank Lampard, Aaron Lennon, James Milner, Leon Osman, Scott Parker , Alex Oxlade-Chamberlain, Theo Walcott, Ashley Young.

Sóknarmenn: Jermain Defoe, Wayne Rooney, Daniel Sturridge, Daniel Welbeck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×