Fótbolti

Fáar breytingar hjá Villas-Boas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, ætlar ekki að hvíla sína bestu leikmenn þegar að liðið mætir Inter í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Tottenham vann 3-0 sigur á Inter í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum í síðustu viku. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Liðið er svo í mikilli baráttu um eitt af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham tapaði um helgina fyrir Liverpool.

„Það er ekki séns. Við tökum þennan leik mjög alvarlega," sagði Villas-Boas þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að gera margar breytingar á sínu liði.

Gareth Bale verður þó í leikbanni í kvöld og miðað við frammistöðu hans síðustu vikur og mánuði er ljóst að hans verður saknað.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í byrjunarliði Tottenham í síðustu leikjum og er ekki von á öðru en að hann haldi því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×