Innlent

Forsetinn ber í bakkafullan læk af bulli

Heimir Már Pétursson skrifar
Þingsetningarræða forsetans féll víða í grýttan jarðveg.
Þingsetningarræða forsetans féll víða í grýttan jarðveg.

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir forseta Íslands bera í bakkafullan lækinn í bullumræðu um Evrópusambandið í setningarræðu sinni á Alþingi í gær.

Í pistli á bloggsíðu sinni segir Stefán umræðuna um ástandið innan Evrópusambandsins allt of oft ósæmandi. Mál Evrópu og og möguleikar Íslands í framtíðinni fáist almennt ekki rædd af neinu viti hér á landi. Stefán segir orðrétt: Nú var forsetinn okkar, sjálft átrúnaðargoð mitt, að bera í bakkafullan lækinn með vægast sagt vafasamar fullyrðingar um að við séu ekki velkomin í Evrópusambandið, þrátt fyrir aðildarviðræðurnar!

Þau ummæli rekast á alltof margar staðreyndir til að vera boðleg. Ísland sé til dæmis nú þegar með 70 prósent aðild að Evrópusambandinu í gegnum aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu. Evrópusambandið hafi tekið umsókn Íslands að sambandinu vinsamlega þó hún breytti litlu fyrir sambandið. Þetta skipti hins vegar ekki máli lengur, Ísland sé ekki á leið í sambandið næstu tíu árin því andstæðingar aðildar hafi nú þegar unnið sigur í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×