Besti flokkurinn byggir upp spennu Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2013 11:40 Heiða Helgadóttir. Eftir níu daga tilkynnir Jón Gnarr um fyrirætlanir sínar og þá kemur í ljós hvað verður um Besta flokkinn. Besti flokkurinn fengi 7 borgarfulltrúa ef kosið yrði nú skammkvæmt nýrri könnun. Enn hefur þó ekki verið upplýst hvort flokkurinn og leiðtogi hans bjóði fram í kosningunum næsta vor.Samkvæmt nýrri könnun Capacent er Besti flokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, með 37 prósent og sjö fulltrúa ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31 prósent, Samfylkingin 15 prósent, VG 10 prósent og Framsóknarflokkurinn fjögur. Heiða Helgadóttir framkvæmdastjóri Besta flokksins er að vonum kát með þessa niðurstöðu. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög gleðilegt. Við höfum haft fulla trú á því að við myndum, í sjálfbæra gegnsæinu, koma til baka. Það hefur verið að sýna sig í þessum könnunum. Við höfum svo sem alveg farið niður á við líka en alltaf haldið okkar striki og ekki verið að hlaupa eitthvað undan okkur og gera eitthvað annað en við eru sátt við.“Þið hafið sem sagt ekki verið í neinum lýðskrumsleik? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við höfum bara verið að láta sjálfbæra gegnsæið vinna með okkur.“ Jón Gnarr borgarstjóri hefur verið leyndardómsfullur um fyrirætlanir sínar en þessi könnun hlýtur að gefa flokknum byr í seglin. Fréttastofa spurði hinn pólitíska ráðgjafa Besta flokksins, Björn Blöndal, sem nú er staddur í Kína, hvort þetta væri ekki til að auka líkurnar á því að Jón fari fram? Björn telur þetta auka líkur á að Jón tilkynni um fyrirætlanir sínar 30. þessa mánaðar í sérstökum útvarpsþætti á hrekkjavöku. Heiða er á svipuðu róli í sínum svörum, þegar hún er spurð hvort hún sjái fyrir sér breytingar á lista flokksins? „Sko... Jón Gnarr hefur lýst því yfir að hann muni tilkynna um sína framtíð og framtíð flokksins, að einhverju leyti, 30. október. Við verðum bara að sjá til. Það eru níu dagar í það ennþá. Það er leyndarmál þangað til.“En, ef Jón sjálfur fer ekki fram, þýðir það þá að Besti sé fyrir bý. Er framtíð flokksins alveg háð því hvað hann gerir? „Það verður bara að koma í ljós þá líka,“ segir Heiða Helgadóttir. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Besti flokkurinn fengi 7 borgarfulltrúa ef kosið yrði nú skammkvæmt nýrri könnun. Enn hefur þó ekki verið upplýst hvort flokkurinn og leiðtogi hans bjóði fram í kosningunum næsta vor.Samkvæmt nýrri könnun Capacent er Besti flokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, með 37 prósent og sjö fulltrúa ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31 prósent, Samfylkingin 15 prósent, VG 10 prósent og Framsóknarflokkurinn fjögur. Heiða Helgadóttir framkvæmdastjóri Besta flokksins er að vonum kát með þessa niðurstöðu. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög gleðilegt. Við höfum haft fulla trú á því að við myndum, í sjálfbæra gegnsæinu, koma til baka. Það hefur verið að sýna sig í þessum könnunum. Við höfum svo sem alveg farið niður á við líka en alltaf haldið okkar striki og ekki verið að hlaupa eitthvað undan okkur og gera eitthvað annað en við eru sátt við.“Þið hafið sem sagt ekki verið í neinum lýðskrumsleik? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við höfum bara verið að láta sjálfbæra gegnsæið vinna með okkur.“ Jón Gnarr borgarstjóri hefur verið leyndardómsfullur um fyrirætlanir sínar en þessi könnun hlýtur að gefa flokknum byr í seglin. Fréttastofa spurði hinn pólitíska ráðgjafa Besta flokksins, Björn Blöndal, sem nú er staddur í Kína, hvort þetta væri ekki til að auka líkurnar á því að Jón fari fram? Björn telur þetta auka líkur á að Jón tilkynni um fyrirætlanir sínar 30. þessa mánaðar í sérstökum útvarpsþætti á hrekkjavöku. Heiða er á svipuðu róli í sínum svörum, þegar hún er spurð hvort hún sjái fyrir sér breytingar á lista flokksins? „Sko... Jón Gnarr hefur lýst því yfir að hann muni tilkynna um sína framtíð og framtíð flokksins, að einhverju leyti, 30. október. Við verðum bara að sjá til. Það eru níu dagar í það ennþá. Það er leyndarmál þangað til.“En, ef Jón sjálfur fer ekki fram, þýðir það þá að Besti sé fyrir bý. Er framtíð flokksins alveg háð því hvað hann gerir? „Það verður bara að koma í ljós þá líka,“ segir Heiða Helgadóttir.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira