Innlent

Spá stormi fyrir vestan

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Versta veðrið verður á Vestfjörðum í vikunni.
Versta veðrið verður á Vestfjörðum í vikunni. Mynd/Vilhelm
Veðurstofan spáir stormi á miðvikudag og aðfararnótt fimmtudags á Vestfjörðum. Þar verður talsverð ofankoma en búist er við smá slyddu og snjókomu á landinu norðan- og austanvert.

Veðurfræðingur Veðurstofunnar segir að lítið verði þó um snjó á höfuðborgarsvæðinu, það geti komið einhver él en líklegast verði hvasst þar sem búist er við norðan- og norðaustanátt.

Versta veðrið verði þó fyrir vestan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×