Hundaplága í Norðlingaholti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2013 10:40 Íbúi í Norðlingaholti segir hundaeftirliti í Reykjavík vera mjög ábótavant. Mynd/úr safni Íbúar við Vatnsendasvæðið í Norðlingaholti hafa fengið sig fullsadda af lausagöngu hunda þar um slóðir, en staðurinn er vinsæll meðal hundaeigenda. Hundarnir gera þarfir sínar á einkalóðum á svæðinu og eigendurnir hirða ekki upp eftir þá. Engin úrræði Jóhann Skírnisson, einn íbúanna, hefur margsinnis lent í því að fá ókunnuga hunda á pallinn heima hjá sér og jafnvel inn í íbúð. Hann segir hundaeftirlitið vera meingallað kerfi sem nýtist ekki þegar fólk þarf helst á því að halda. „Eftirlit í kringum þessi hundamál virkar hreinlega ekki. Reykjavíkurborg er með hundaeftirlit, en það er bara manneskja sem vinnur á venjulegum vinnutíma þegar vandamálið er allra minnst. Auðvitað fer fólk helst út með dýrin eftir vinnu, á kvöldin og á frídögum. Það gefur auga leið“, segir hann. Viðvarandi vandamál um allan bæ Jóhann segist oft hafa þurft að grípa til þess að hringja í lögreglu eftir að Hundaeftirlitið lokar. „Lögreglan viðurkennir að þetta sé viðvarandi vandamál um allan bæ, en þeir benda samt alltaf á Reykjavíkurborg og segja að þeir geti ekki gert neitt á meðan hundurinn hefur ekki bitið neinn eða valdið skaða. Auðvitað ætti lögreglan bara að taka yfir þessi mál þegar Hundaeftirlitið lokar á daginn.“ Fólk á að vera öruggt heima hjá sér Jóhann tekur fram að flestir hundaeigendur fari að lögum og það sé algjör minnihluti sem sleppir þeim lausum og hirðir ekki upp eftir þá. Hann segir óþrifnaðinn þó ekki vera vandamálið heldur sé það áreitið frá hundunum. „Fólki á að líða öruggu heima hjá sér. Konan mín er til dæmis alveg logandi hrædd við hunda. Hér við hliðina á okkur búa hjón með þriggja ára barn og um daginn var kominn stór Husky hundur inn á pall þar sem barnið var að leika sér. Barnið og foreldrarnir urðu alveg dauðskelkuð.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Íbúar við Vatnsendasvæðið í Norðlingaholti hafa fengið sig fullsadda af lausagöngu hunda þar um slóðir, en staðurinn er vinsæll meðal hundaeigenda. Hundarnir gera þarfir sínar á einkalóðum á svæðinu og eigendurnir hirða ekki upp eftir þá. Engin úrræði Jóhann Skírnisson, einn íbúanna, hefur margsinnis lent í því að fá ókunnuga hunda á pallinn heima hjá sér og jafnvel inn í íbúð. Hann segir hundaeftirlitið vera meingallað kerfi sem nýtist ekki þegar fólk þarf helst á því að halda. „Eftirlit í kringum þessi hundamál virkar hreinlega ekki. Reykjavíkurborg er með hundaeftirlit, en það er bara manneskja sem vinnur á venjulegum vinnutíma þegar vandamálið er allra minnst. Auðvitað fer fólk helst út með dýrin eftir vinnu, á kvöldin og á frídögum. Það gefur auga leið“, segir hann. Viðvarandi vandamál um allan bæ Jóhann segist oft hafa þurft að grípa til þess að hringja í lögreglu eftir að Hundaeftirlitið lokar. „Lögreglan viðurkennir að þetta sé viðvarandi vandamál um allan bæ, en þeir benda samt alltaf á Reykjavíkurborg og segja að þeir geti ekki gert neitt á meðan hundurinn hefur ekki bitið neinn eða valdið skaða. Auðvitað ætti lögreglan bara að taka yfir þessi mál þegar Hundaeftirlitið lokar á daginn.“ Fólk á að vera öruggt heima hjá sér Jóhann tekur fram að flestir hundaeigendur fari að lögum og það sé algjör minnihluti sem sleppir þeim lausum og hirðir ekki upp eftir þá. Hann segir óþrifnaðinn þó ekki vera vandamálið heldur sé það áreitið frá hundunum. „Fólki á að líða öruggu heima hjá sér. Konan mín er til dæmis alveg logandi hrædd við hunda. Hér við hliðina á okkur búa hjón með þriggja ára barn og um daginn var kominn stór Husky hundur inn á pall þar sem barnið var að leika sér. Barnið og foreldrarnir urðu alveg dauðskelkuð.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira