Innlent

Teikningar af flestum húsum í Reykjavík aðgengilegar á netinu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Á teikningar.reykjavik.is er hægt að nálgast teikningar af nær öllum húsum í Reykjavík.
Á teikningar.reykjavik.is er hægt að nálgast teikningar af nær öllum húsum í Reykjavík. MYND/VILHELM

130 þúsund teikningar af byggingum í Reykjavík eru nú aðgengilegar almenningi á stafrænu formi á vefsíðunni reykjavik.teikningar.is.

 

Undirbúningur gagnagrunnsins hefur staðið yfir í nokkur ár, enda ekki áhlaupavert að skanna og skrá með leitarorðum slíkan fjölda af teikningum. Teikningasafnið á vefnum nær til flestra bygginga í Reykjavík, að undanskildum sendiráðum erlendra ríkja og byggingum alþingis af öryggisástæðum.



Þeir sem hafa áhuga á að skoða teikningarnar geta nú farið inn á vefinn í stað þess að sækja afrit uppdrátta í afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sá möguleiki verður þó áfram til staðar. Húseigendur geta óskað eftir því að teikningar af húsum þeirra séu fjarlægðar úr gagnagrunninum. Jón Halldór Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur þó fram að síkar beiðnir séu mjög sjalfgæfar.



Hér er hægt að fletta upp byggingum og skoða grunnteikningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×