Enski boltinn

Damiao gæti farið til Tottenham

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty

Leandro Damiao segir að þó enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hafi ekki komist í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þýði það ekki að hann fari ekki til félagsins í sumar.

Tottenham hefur verið á höttunum á eftir brasilíska framherjanum síðustu 18 mánuði. Liðið hefur í tvígang reynt að kaupa hann án árangurs.

Búist er við að Tottenham reyni í þriðja sinn að kaupa framherjann frá Internacional í sumar. Talið hefur verið að þar sem Tottenham mistókst að tryggja sér eitt af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar hafi liðið misst af tækifærinu til að landa Damiao. Svo segir Damiao ekki vera.

„Ég veit af áhuga Tottenham en ég er sáttur við að bíða þar til forseti félagsins míns segir mér að eitthvað sé klárt,“ sagði Damiao við breska blaðið Sunday Mirror.

„Ég myndi helst vilja leika með liði í Meistaradeild Evrópu en mikilvægast er að liðið hafi sama metnað og ég til að ná árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×