Innlent

Lögregla lagði hald á 90 e-töflur í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu uppgötvaði tæplega hundrað e-töflur við hefðbundið hraðaeftirlit.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu uppgötvaði tæplega hundrað e-töflur við hefðbundið hraðaeftirlit. Mynd/PJETUR
Tvítugur piltur var tekinn með 90 e-töflur í fórum sínum í nótt. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er líklegt að þær hafi verið ætlaðar til sölu þar sem að einnig fundust margir litlir plastpokar sem „væntanlega eru söluumbúðir“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Maðurinn var gripinn við hraðaakstur í Ártúnsbrekku en lögregla stöðvaði bifreið hans á 110 kílómetra hraða klukkan hálftvö í nótt.

Að öðru leyti var nóttin tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×