"Þrælkun er til staðar á Íslandi" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. október 2013 18:45 Samkvæmt nýrri skýrslu Walk Free Foundation er Ísland meðal tíu landa í heiminum þar sem minnst er um þrælkun. Ástæðan er sögð mikil hagsæld, landfræðileg einangrun og sterkar stofnanir. Á Íslandi eru þó sögð til staðar dæmi um þrælkun, flest tengd kynlífsþrælkun en einnig í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist hafa hitt marga sem hún telur að hafi verið hagnýttir á ýmsan hátt, til dæmis fólk sem vinni myrkranna á milli fyrir lítil laun. „Þannig að ég held ég verði að taka undir að það sé til staðar þrælkun á Íslandi,“ segir hún. Margrét segir margar útgáfur þrælkunar til staðar hér á landi og þekkir dæmi þar sem menn hafa gifst erlendum konum og selt þær í vændi. Þá segir hún til að fólk komi hingað til lands í gegnum millilið, sem greiði einhverjum hérlendis fyrir að ganga í hjúskap með viðkomandi, sem skuldi þá bæði milliliðnum og makanum hérlendis þegar hingað er komið. Og dæmin eru enn fleiri. „Það hafa til dæmis komið til mín ungmenni sem hafa verið hér á au pair leyfum en verið látin vinna jafnvel fullan vinnudag annars staðar og ekki fengið launin heldur hafa vinnuveitendurnir tekið þau.“ Samkvæmt skýrslunni þurfa Íslendingar meðal annars að bæta löggjöf sína þannig að hún nái yfir öll afbrigði nútímaþrælkunar, tryggja réttindi útlendinga á vinnumarkaði og efla möguleika til rannsókna á þrælkun. Margrét segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað felist í mansali og tilkynni ef grunur leikur á að illa sé farið með fólk. „Það virðist vera að það sé alltaf einhver tilbúinn að notfæra sér aðra ef það er aðstöðumunur, en svo eru líka alltaf einhverjir sem vilja hjálpa. Það er nú það góða,“ segir Margrét. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu Walk Free Foundation er Ísland meðal tíu landa í heiminum þar sem minnst er um þrælkun. Ástæðan er sögð mikil hagsæld, landfræðileg einangrun og sterkar stofnanir. Á Íslandi eru þó sögð til staðar dæmi um þrælkun, flest tengd kynlífsþrælkun en einnig í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist hafa hitt marga sem hún telur að hafi verið hagnýttir á ýmsan hátt, til dæmis fólk sem vinni myrkranna á milli fyrir lítil laun. „Þannig að ég held ég verði að taka undir að það sé til staðar þrælkun á Íslandi,“ segir hún. Margrét segir margar útgáfur þrælkunar til staðar hér á landi og þekkir dæmi þar sem menn hafa gifst erlendum konum og selt þær í vændi. Þá segir hún til að fólk komi hingað til lands í gegnum millilið, sem greiði einhverjum hérlendis fyrir að ganga í hjúskap með viðkomandi, sem skuldi þá bæði milliliðnum og makanum hérlendis þegar hingað er komið. Og dæmin eru enn fleiri. „Það hafa til dæmis komið til mín ungmenni sem hafa verið hér á au pair leyfum en verið látin vinna jafnvel fullan vinnudag annars staðar og ekki fengið launin heldur hafa vinnuveitendurnir tekið þau.“ Samkvæmt skýrslunni þurfa Íslendingar meðal annars að bæta löggjöf sína þannig að hún nái yfir öll afbrigði nútímaþrælkunar, tryggja réttindi útlendinga á vinnumarkaði og efla möguleika til rannsókna á þrælkun. Margrét segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað felist í mansali og tilkynni ef grunur leikur á að illa sé farið með fólk. „Það virðist vera að það sé alltaf einhver tilbúinn að notfæra sér aðra ef það er aðstöðumunur, en svo eru líka alltaf einhverjir sem vilja hjálpa. Það er nú það góða,“ segir Margrét.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira