Vilja Davíð Oddsson upp á vegg Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. september 2013 18:52 Davíð Oddsson er vinsælt stofustáss á meðal forstjóra og viðskiptamanna. Þetta segir listmálari sem málar myndir af Davíð sem rjúka út eins og heitar lummur. Listmálarinn Árni Björn Guðjónsson opnaði sýningu á Café Milano í byrjun mánaðar. Árni er með meistarapróf í húsgagnasmíði en hefur málað frá tólf ára aldri. Árni situr ekki auðum höndum, en á síðustu árum hefur hann einnig hannað rúmlega tvö þúsund fermetra verslana- og veitingahús sem hann sér fyrir sér á Ingólfstorgi auk þess sem hann hefur hannað vatnagarð sem hann dreymir um að reisa í Ölfusi.En hvers vegna datt þér í hug að mála portrettmyndir af Davíð? „Tja, ég bjó á Spáni og þar var ég að mála dýrlingamyndir. Svo kom ég heim og hugsaði með mér að Davíð yrði nú örugglega vinsæll. Ég sló til og strax á fyrstu sýningunni seldi ég tvær. Nú er ég búinn að selja fjórtán Davíða.“ Árni segir að Davíð sé vinsælt stofustáss hjá forstjórum og viðskiptamönnum. Þeir komi hver á eftir öðrum og vilji eignast eitt stykki. Það þyki virðulegt að hafa Davíð hangandi inni á skrifstofu. Árni segist þó ekki vera sérstaklega sammála pólitískum skoðunum Davíðs, en segir að hann haldi upp á hann sem merkilegan mann. „Davíð er algjör klassík, það vita það nú allir. Það eru margir sem hreinlega elska hann. Þeir segja það við mig sem hafa keypt myndir af mér, þeir bara elska Davíð.“ Sýningin á Café Milano stendur til 9. október. Hér er hægt að skoða og panta myndir eftir Árna. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Davíð Oddsson er vinsælt stofustáss á meðal forstjóra og viðskiptamanna. Þetta segir listmálari sem málar myndir af Davíð sem rjúka út eins og heitar lummur. Listmálarinn Árni Björn Guðjónsson opnaði sýningu á Café Milano í byrjun mánaðar. Árni er með meistarapróf í húsgagnasmíði en hefur málað frá tólf ára aldri. Árni situr ekki auðum höndum, en á síðustu árum hefur hann einnig hannað rúmlega tvö þúsund fermetra verslana- og veitingahús sem hann sér fyrir sér á Ingólfstorgi auk þess sem hann hefur hannað vatnagarð sem hann dreymir um að reisa í Ölfusi.En hvers vegna datt þér í hug að mála portrettmyndir af Davíð? „Tja, ég bjó á Spáni og þar var ég að mála dýrlingamyndir. Svo kom ég heim og hugsaði með mér að Davíð yrði nú örugglega vinsæll. Ég sló til og strax á fyrstu sýningunni seldi ég tvær. Nú er ég búinn að selja fjórtán Davíða.“ Árni segir að Davíð sé vinsælt stofustáss hjá forstjórum og viðskiptamönnum. Þeir komi hver á eftir öðrum og vilji eignast eitt stykki. Það þyki virðulegt að hafa Davíð hangandi inni á skrifstofu. Árni segist þó ekki vera sérstaklega sammála pólitískum skoðunum Davíðs, en segir að hann haldi upp á hann sem merkilegan mann. „Davíð er algjör klassík, það vita það nú allir. Það eru margir sem hreinlega elska hann. Þeir segja það við mig sem hafa keypt myndir af mér, þeir bara elska Davíð.“ Sýningin á Café Milano stendur til 9. október. Hér er hægt að skoða og panta myndir eftir Árna.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira