Lífið

Lady Gaga og Kendrick Lamar á AMA

Tónlistarfólkið Lady Gaga, Kendrick Lamar, Macklemore og Ryan Lewis, ásamt Luke Bryan koma fram á AMA.
Tónlistarfólkið Lady Gaga, Kendrick Lamar, Macklemore og Ryan Lewis, ásamt Luke Bryan koma fram á AMA. Nordicphotos/Getty
Tónlistarfólkið Lady Gaga, Kendrick Lamar, Macklemore og Ryan Lewis, ásamt Luke Bryan hafa bæst í hóp þeirra listamanna sem koma fram á Bandarísku tónlistarverðlaunahátíðinni AMA. Hátíðin fer fram 24. nóvember.

Áður höfðu listamennirnir Miley Cyrus, Imagine Dragons, One Direction og Florida Georgia Line staðfest að þau kæmu fram á hátíðinni.

Macklemore og Ryan Lewis gætu endað á sviðinu nokkrum sinnum þetta kvöld því sveitin er tilnefnd til sex tónlistarverðlauna á hátíðinni í ár, þar á meðal sem nýliðar ársins. Luke Bryan er tilnefndur til tveggja verðlauna, sem besti kántrý listamaðurinn og fyrir bestu kántrý plötuna.

Þá eru Taylor Swift og Justin Timberlake bæði tilnefnd til fimm verðlauna en Rihanna og Robin Thicke tilnefnd til fjögurra verðlauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.