Innlent

Þyrla Gæslunnar þurfti að hverfa frá sjúkraflugi vegna veðurs

Þyrla Landhelgisgæslunnar varð frá að hverfa vegna veðurs og aðstæðna, þegar til stóð að sækja veikan sjómann um borð í togara norður á Halamiðum í gærkvöldi.

Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð klukkan sjö í gærkvöldi og var þá farinn að sigla til lands til að stytta þyrlunni flugið.

Á ellefta tímanum mat áhöfn þyrlunnar aðstæður svo, að ekki væri hættandi á að reyna að hífa manninn um borð, og snéri við, en skipið hélt áfram og kom til Ísafjarðar.

Upp úr klukkan tvö í nótt og var skipverjinn lagður inn á sjúkrahúsið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×