Fjölgar í félagi íslenskra misfætlinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 09:35 Misstórir fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins á dögunum. Mynd/Vilhelm Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga. Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga.
Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00