Fjölgar í félagi íslenskra misfætlinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 09:35 Misstórir fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins á dögunum. Mynd/Vilhelm Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga. Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Færst hefur í aukana að íslenskir misfætlingar taki sig saman, arki út í skóbúð og velji sér saman skó í tveimur stærðum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, stofnandi félagsins sem heldur utan um starfsemi sína á Facebook, var í viðtali í Íslandi í bítið í morgun. „Misfætlingar er hópur fólks sem er með misstóra fætur af guðs náð," segir Ólöf Hugrún en 49 hafa skráð sig í hópinn á Facebook þegar þetta er skrifað. Ólög Hugrún hafði skemmtilegar sögur að segja í morgunþættinum á Bylgjunni. „Ég varð svo kjánalega glöð um daginn þegar ég sá póst á Misfætlingasíðunni. Þar lýstu tvær konur yfir ánægju sinni með það að hafa fundið hvor aðra. Þær eru búnar að fara og hittast," segir Ólöf Hugrún. „Þetta var víst eins og að fara á blint stefnumót. Þær spjölluðu á Facebook, skiptust á símanúmerum og höfðu talað sig saman um að fara jafnvel saman í skóbúð," segir Ólöf Hugrún. Skömmu síðar ákvað önnur konan að hringja í hina upp úr þurru, þar sem hún var í göngutúr á Rauðavatni. „Hvað ertu að gera núna?" spurði konan og úr varð skóleitarferð í Kringluna. Konurnar, sem spegla hvor aðra þegar kemur að skóstærð, fundu skópar sem þær gátu sætt sig við. Önnur fór heim með skó fyrir hægri fót í stærð 39 og vinstri í stærð 37. Hinir skórnir tveir smellpössuðu á fætur hinnar konunnar. Í umræðu á vef Misfætlingafélagsins á Facebook kemur fram að fólk með misstóra fætur geti tvívegis á ári sótt 12 þúsund króna bætur til Tryggingastofnunar vegna skókaupa. Upphæðin takmarkast þó við helminginn af verði annars skóparsins sem viðkomandi þarf að kaupa. Muna þarf tveimur skóstærðum á hægri fæti og þeim vinstri. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólöfu Hugrúnu í spilaranum hér fyrir ofan. Hér geta misfætlingar gengið í félagið og fundið hinn eina sanna skófélaga.
Tengdar fréttir Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða „Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær. 23. nóvember 2012 08:00