Innlent

Stakk sér í sjóinn á stuttbuxunum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Maðurinn hljóp yfir Sæbraut og stakk sér í sjóinn.
Maðurinn hljóp yfir Sæbraut og stakk sér í sjóinn. Mynd/HAG
Hafsögubátur frá Reykjavíkurhöfn bjargaði karlmanni úr sjónum rétt utan við Snorrabraut í gærkvöldi, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sáu sjónarvottar manninn koma hlaupandi yfir Sæbraut á stuttbuxum einum fata og hlaupa í átt til hafs.

Fjölmennt lið lögreglu var kallað á staðinn, auk kafarabíls frá slökkviliðinu, en maðurinn var þó nokkra stund í sjónum þar til honum var komið um borð í bátinn.

Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en talið er að honum hafi ekki orðið alvarlega meint af sundinu.


Tengdar fréttir

Bjargað úr ísköldum sjónum

Karlmanni var bjargað úr sjónum, rétt utan við Snorrabraut í Reykjavík, um klukkan tíuleytið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×