Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum hefur Tottenham Hotspur boðið 8 milljónir evra í danska miðjumanninn Christian Eriksen hjá Ajax.
Forráðamenn Ajax hafa neitað boðinu og segja að félagið vilji í það minnsta fá 15 milljónir evra fyrir Eriksen.
Eriksen á aðeins 10 mánuði eftir af samningi sínum við Ajax og því er líklegt að félagið selji leikmanninn von bráðar, nema hann semji aftur við Ajax sem virðist vera ólíkleg niðurstaða.
Ajax hafnaði boði Tottenham í Eriksen
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið








Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti


Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn