Enski boltinn

Willian gerði fimm ára samning við Chelsea | Verður númer 22

Stefán Árni Pálsson skrifar
Willian kominn í treyjuna.
Willian kominn í treyjuna. Mynd/ heimasíða chelsea
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Willian hefur gert fimm ára samning við enska knattspyrnufélagið Chelsea og fær hann treyju númer 22.

Eiður Smári Guðjohnsen var í þeirri treyju þegar hann var á mála hjá Chelsea.

Leikmaðurinn hafði áður gengist undir læknisskoðun hjá Tottenham Hotspur en forráðamenn Chelsea náðu í raun að stela leikmanninum á lokametrunum.

Félagið mun greiða 30 milljónir punda fyrri Willian en hann kemur frá rússneska félaginu  Anzhi Makhachkala.

Leikmaðurinn hefur nú þegar fengið atvinnuleyfi og ætti því að vera löglegur með liðinu innan skamms.

„Það gleður mig mikið að vera kominn til Chelsea sem hefur verið draumur minn lengi,“ sagði Willian í samtalið við heimasíðu félagsins.

„Chelsea er eitt besta knattspyrnufélag í heiminum og ég er að fara leika undir besta stjóranum í dag,“ sagði Willian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×